Sjöunda Rússatogaranum breytt

Marionis - Navis Engineering NAVIS er um þessar mundir að undirbúa breytingar á 115 metra frystitogara fyrir rússneska útgerð á Kamtsjaka og er þetta sjöundi togarinn af þessari gerð sem NAVIS hannar breytingar á. Skipt verður um aðalvél og ljósavélar, frystikerfi endurnýjað og stækkað, vinnsludekk endurnýjað og fiskmóttökur verða stækkaðar og kældar með sjókælik erfi (RSW)

 Togarinn sem heitir Maironis var smíðaður í skipasmíðastöðinni Straalsund í Austur-Þýskalandi í kringum 1990. „Það voru smíðuð hátt í 40 svona svona skip fyrir Rússa í Austur-Þýskalandi og Maironis var einn af þeim síðustu sem voru í smíðum hjá Straalsund þegar múrinn féll. Í kjölfarið var stöðinni lokað um tíma og var skipið klárað síðar,“ segir Einar A. Kristinsson hjá NAVÍS. Einar segir að þetta hafi verið ágætlega hönnuð og vel byggð skip sem Íslendingar hafi á sínum tíma kallað ryksugutogara. Á þeim tíma var aflinn fullnýttur um borð. Fiskurinn var flakaður og lifur og annað sem af gekk var ýmist soðið niður eða brætt í lýsi og einunig um 10-15% aflans hent. Einar segir að í dag séu mörg þessara skipa að veiðum úti fyrir vesturströnd Afríku og búið að taka út lifrarbræðslur og niðursuðulínur og togararnir orðnir hefðbundnir frystitogarar sem heilfrysta aflann um borð. Skipinu verður breytt í Lettlandi og er það þegar komið í stöðina.