Velja íslensku Chose English

Skipa verkfræði- og ráðgjafarfyrirtæki síðan 2003.

skipahonnun.jpg

SKIPAHÖNNUN

NAVIS annast nýhönnun og breytingar á öllum gerðum skipa og vinnslulína hvort sem er á sjó eða í landi.

Lesa nánar

Navis - ráðgjöf

RÁÐGJÖF

NAVIS býður fjölbreytta ráðgjöf á sviði skipasmíða og útgerða og annast hallaprófanir og stöðugleikaútreikninga og margs konar önnur tæknimál fyrir útgerðarmenn, skipasmíðastöðvar og aðra þjónustuaðila.

Lesa nánar

eftirlit.jpg

EFTIRLIT

NAVIS tekur að sér eftirlit með hvers kyns framkvæmdum svo sem nýsmíðum og breytingum skipa. Tjónaskoðanir og matsgerðir fyrir innlend og alþjóðleg tryggingafélög og skipafélög eru veigamikill þáttur í starfsemi NAVIS.

Lesa nánar

Verkefni um allan heim

starfsmenn.jpg

NAVIS EHF

Verkfræði- og ráðgjafarfyrirtækið NAVIS ehf var stofnað 21. mars árið 2003. Stofnendurnir höfðu áratuga reynslu úr mismunandi fyrirtækjum sem tengdust sjávarútvegi, skipahönnun og margvíslegum öðrum verkefnum í þessum geira. Í ársbyrjun 2004 sameinuðu NAVIS og verkfræðistofan Fengur krafta sína og úr varð Navis-Fengur, sem fljótlega breyttist aftur í NAVIS, er þeir síðarnefndu tóku alfarið yfir reksturinn. Starfsemi NAVIS hvílir þannig á traustum grunni sem lagður hefur verið á löngum tíma af sérfræðingum í hönnun og skipaverkfræði. Fyrirtækið sinnir fyrst og fremst þjónustu sem tengist skipum, skipasmíðastöðvum, útgerðum, fiskvinnslufyrirtækjum og skyldum rekstri. Starfsmenn NAVIS búa yfir mikilli reynslu og yfirgripsmikilli þekkingu í faginu sem þeir hafa öðlast við nám og störf bæði hérlendis og víða erlendis.

Styrkir

Funded by the Horizon 2020 Framework Programme of the European Union
technology Developement Fund
0
Viðskiptalönd
0
Viðskiptavinir
0
Verkefnafjöldi
0
Starfsmenn

Græn hönnun – umhverfisvernd - betri nýting - aukið öryggi

Navis leggur áherslu á umhverfisvernd og betri nýtingu í verkum sínum. Fyrirtækið aðstoðar viðskiptavini sína við að stíga skref, sem stuðla að bættri umgengni og auknu öryggi og til að uppfylla auknar kröfur í umhverfismálum. Navis er þátttakandi í Green Marine Technology sem er samstarf 10 íslenskra fyrirtækja sem öll leggja áherslu græna tækni sem bætir framleiðsluferla, framleiðni og skilvirkni, nýtir betur hráefni og orku og dregur úr sóun, úrgangi og mengun.

Í allri hönnun Navís hefur á síðustu árum verið lögð aukin áhersla á fyrirbyggjandi mengunarvarnir og að draga úr kolefnisspori fyrirtækja. Navis hefur útfært ýmis gögn og verklagsreglur sem auðvelda útgerðunum að mæta alþjóðlegum kröfum sem gerðar eru og sem Íslendingar hafa verið að innleiða skref fyrir skref. Þessi gögn, sem stuðla að bættri umgengni og betri mengunarvörnum þarf að útbúa fyrir hvert einstakt skip eða bát.

SORPUMSÝSLUKERFI, GMP

Samkvæmt reglum eiga öll skip sem eru yfir 100 brúttótonn að stærð, eða með 15 manns eða fleiri um borð, að hafa aðstöðu og áætlun um hvernig eigi að meðhöndla, flokka, geyma og farga sorpi, sem tryggi að engu sé hent í sjóinn. Navis býður útgerðum slík kerfi sem styðjast við erlendar fyrirmyndir en hafa verið aðlagaðar að íslenskum aðstæðum. 

ORKUNÝTINGARÁÆTLUN, SEEMP

Ship Energy Efficiency Management Plan er áætlun sem stuðlar að minni orkunotkun og mengun um borð. Navis aðstoðar útgerðir við að undirbúa og setja upp slíkar áætlanir fyrir einstök skip og hrinda þeim í framkvæmd. Erlendar útgerðir voru fyrstar til að nýta sér þessa þjónustu en síðustu misseri hafa íslensku útgerðirnar komið sterkar inn. 

MENGUNARVARNARÁÆTLUN, SOPEP

Síðast liðin 20 ár hefur verið krafa um viðbragðsáætlun vegna olíumengunar um borð í stærri íslenskum skipum. Um er að ræða aðgerðaáætlun með tæknilegum upplýsingum um viðkomandi skip og hvernig brugðist skuli við olíuóhöppum til dæmis ef skip strandar. Þetta eru alþjóðlegar kröfur um viðbúnað um borð í skipum stærri en 400 brúttótonn sem þarf að útfæra fyrir hvert og eitt skip. Navis býður útgerðum SOPEP áætlanir sem eru aðlagaðar að einstökum skipum. Dæmi eru um að skip sem ekki eru með SOPEP gögn í lagi hafi verið stöðvuð í erlendum höfnum.

KJÖLFESTUÁÆTLUN, BMP

Ballast Management Plan skilgreinir þær alþjóðlegu kröfur sem gerðar eru um ballest í skipum og er ætlað að koma í veg fyrir að sjóballest sem tekin er í lestar skipsins í einni höfn beri með sér óværu yfir í þá næstu. BMP skilgreinir ýmist þann búnað sem er um borð og getur drepið alla óværu í kjölfestutönkum skipsins eða áætlun um hvernig staðið er að endurnýjun alls ballestarvatns áður en komið er til hafnar.

logo

Navis Verkfræði og ráðgjafa
Hús Sjávarklasans
Grandagarði 16
101 Reykjavík kort
Sími 544 2450
Netfang navis@navis.is

 

SJÁVARKLASINN

SjávarklasinnNavis flutti starfsstöðvar sínar í  hús Sjávarklasans við Reykjavíkurhöfn árið 2013 og hefur síðan verið virkur  þátttakandi og meðlimur í sjávarklasasamstarfinu. Sjávarklasinn hefur reynst öflugur samstarfsvettvangur sem hefur opnað margvíslega nýja möguleika í samstarfi við önnur fyrirtæki í tengdum greinum. Í því sambandi má meðal annars nefna Green Marine Technology (GMT), sem er samstarf 10 íslenskra fyrirtækja sem öll vinna að því að þróa grænar lausnir, þar sem við höfum skrifað undir viljayfirlýsingu til að vinna saman að þeim grænu markmiðum sem þar hafa verið skilgreind.  Green Marine Technology er til dæmis þátttakandi í teyminu sem vinnur þróun tvinn- línuveiðibátsins.  

Green Marine

Copyright © 2020 Navis - Marine Engineering and Consultation